Leyndinni ekki aflétt

"Þess var óskað en það er ekki hægt. Við leggjum ríka áherslu á að trúnaðinum verði viðhaldið. Trúnaður er aldrei til trafala, en það er hins vegar til trafala þegar trúnaður heldur ekki og það hefur valdið óþægindum í utanríkisráðuneytinu. Það þýðir að við munum gæta enn meiri varkárni í þeim málum í framtíðinni."
Að sögn Halldórs snýst varnarliðsmálið einnig um skuldbindingar Íslendinga gagnvart Nató.
"Við munum ræða þetta mál gagnvart Atlantshafsbandalaginu, vegna þess að við höfum skuldbindingar gagnvart bandalaginu sem byggja meðal annars á varnarsamningnum."
Fréttablaðið greinir frá í dag.