Leyniskytta lætur ekki sjá sig

,,Upplýsingar sem okkur berast þurfa ekki að vera áreiðanlegar en við verðum engu að síður að bregðast við," segir Þórir. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli tekur í sama streng, segir allt þetta orðum aukið og úr viðbúnaði hafi nú verið dregið. Hann neitar því þó ekki að talsvert hafi verið við haft á fimmtudag. ,,Þá var tekið upp aukið landamæraeftirlit í tengslum við innra eftirlit Shengen."
,,Eins og þetta snýr að þessum flutningsaðilum þá er þetta lögreglumál og við verðum ekkert varir við þetta. Við fengum að vita á miðvikudag að það væri hert vegabréfaeftirlit við allar komur," segir Ólafur Hauksson upplýsingafulltrúi Iceland Express.
Vísir.is/Fréttablaðið greina frá í morgun.