Listamannaspjall í Listasafni Reykjanesbæjar

Á sýningunni gefur að líta yfir tuttugu ný verk eftir Guðrúnu sem unnin eru með olíu á striga ásamt skúlptúrum unnum úr frauðplasti og litarefni á tré.
Sýningin hefur hlotið frábæra dóma og m.a. segir Þóra Þórisdóttir listgagnrýnandi Morgunblaðsins;” Hér er einhver tilfinning fyrir nautnafullum leik með mörk og samspil yfirborðs og kviku sem ítrekar og upphefur greinarmun á náttúru og menningu. Sýningin er því sannkölluð veisla…….”
Guðrún Einarsdóttir hefur hlotið viðurkenningu sem einn af okkar áhugaverðustu listamönnum í dag og var m.a. einn af fulltrúum Íslands á Carnegie Art Award 1999.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13:00 - 17:30 og er staðsett í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum, Duusgötu 2-10 í Reykjanesbæ.
Af vef Reykjanesbæjar