Fréttir

Lítið meiddur eftir bílveltu við Kúagerði
Þriðjudagur 25. maí 2004 kl. 13:51

Lítið meiddur eftir bílveltu við Kúagerði

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem var einn á ferð, missti stjórn á bifreið sinni skammt sunnan við Kúagerði og lenti á hvolfi utan vegar.

Mikill viðbúnaður var þar sem lögregla, sjúkabíll og tækjabíll slökkviliðsins í Keflavík var kallað á svæðið, en maðurinn, sem var á suðurleið, kenndi sér ekki meins. Hann var engu að síður fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar.

VF-mynd/Þorgils Jónsson