Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 07:20
Lítið róið vegna veðurs

Veður hefur valdið því að lítið er að frétta úr Sandgerðishöfn. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við hafnarvigtina þar á mánudag fengust þær fréttir að allir bátar væru nú að flýja í land vegna veðurs en netabátarnir hafa flestir haldið sig í Keflavíkurhöfn vegna veðursins. Í síðustu viku komu 200 tonn í land.