Lítil flugvél í vanda

Fram kemur á vefsíðu Flugmálastjórnar að flugmaður vélarinnar óskaði eftir aðstoð vegna bilunar í eldsneytisdælu. Vélin var þá um 80 sjómílur vestur af Keflavík á leið sinni til Reykjavíkur frá Nassarsuak á Grænlandi.
Flugvél Flugmálastjórnar mætti vélinni skammt frá Keflavík og var henni lent heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli.