Ljósmyndari Víkurfrétta sagður byssumaður á gæsaveiðum!

"Varst þú að skjóta gæs úti á Mánagrund", spurði Halldór Jensson varðstjóri þegar okkar maður kom á lögreglustöðina.
Jú, okkar maður kannaðist við að hafa "skotið" gæsir en skotvopnið sem var notað reyndist ljósmyndavél. Okkar maður hafði séð stóran gæsahóp á Mánagrundinni og ákvað að "skjóta" nokkrum myndum af fuglinum. Vígalegt byssuhlaupið var ekkert annað en myndarleg aðdráttarlinsa ljósmyndarans. Lögreglumennirnir voru kallaðir aftur til stöðvar og ljósmyndari Víkurfrétta er frjáls maður!
Myndin: Þetta er hluti af myndarlegum gæsahóp sem nærðist á Mánagrund síðdegis og vegfarandi hélt að byssumaður væri að skjóta. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson