Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 08:42
Lögreglan boðar í skoðun

Lögreglan í Keflavík boðaði fjórar bifreiðar til aðalskoðunar í gær og fjórar til viðbótar í nótt ásamt því að fjarlægja skráninganúmer af bifreið vegna vangoldinna trygginga. Lögreglan í Keflavík stöðvaði einnig þrjár bifreiðar vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut í gær og fjóra til viðbótar snemma morguns.
Skömmu eftir miðnætti í gær hafði Lögreglan í Keflavík afskipti af ökumanni þar sem bifreiðin var á negldum hjólbörðum.
Í gærkvöldi hafði lögreglan síðan afskipti af öðrum ökumanni en bifreið hans var einnig nagladekkjum.