Losaðir úr skafli

Um kl. 16 var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út til að aðstoða ökumann sem hafði fest bifreið sína á Suðurstrandarvegi og rétt undir miðnætti var björgunarsveit úr Hafnarfirði kölluð að Kleifarvatni til að losa bifreið sem var föst í snjó.
Í nótt voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Grænás, en þeir voru á rúmlega 90 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 70.