Þriðjudagur 3. desember 2002 kl. 20:14
Maður fannst látinn í Grindavíkurhöfn

Maður fannst látinn í höfninni í Grindavík seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er talið að maðurinn hafi fallið milli skips og bryggju síðustu nótt. Litlar upplýsingar er að hafa um málið á þessu stigi þar sem Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík fer með rannsókn málsins. Lögreglan verst allra frétta.
Ljósmynd: Mats Wibe Lund