Malarflutningabíll valt á Hafnavegi
Malarflutningabíll valt á Hafnavegi skömmu fyrir hádegi. Vegöxlin gaf sig undan þunga bílsins sem valt út fyrir veg.
Eftir því sem Víkurfréttir komast næst urðu ekki slys á mönnum. Bíllinn var með malarfarm þegar óhappið varð.
Ástand Hafnavegar er mjög slæmt en þar sem óhappið varð í morgun er ástand vegarins gott en lítill burður í vegöxlinni sjálfri eins og sjá má.


Vegöxlin gaf sig undan þunga bílsins sem valt á hliðina út í móa. VF-myndir: Hilmar Bragi