Margeirsmótið í dag

Fyrirhugað er að þetta mót verði árlega á þessum degi, sem er fæðingadagur Margeirs, en hann lést 18. júlí sl .Vilja aðstandendur púttklúbbsins með þessu heiðra minningu hans. Keppt verður í karla og kvennaflokki og eru myndarlegir farandbikarar veittir fyrir efstu sætin. Mótið verður í Röst Hrannargötu 7 og hefst kl. 13.