Fréttir

Mánudagur 23. október 2000 kl. 14:54

Margir óskoðaðir í umferð

Fjölmargir eru á óskoðuðum bílum í umferðinni á Suðurnesjum. Lögreglan hefur haft nóg að gera að undanförnu að boða óskoðaða bíla til skoðunar. Ef menn sinna ekki boðun lögreglu er það önnur heimsókn laganna varða og þá með klippurnar góðu.