Laugardagur 1. mars 2003 kl. 11:09
Með hass innvortis

Fertugur Norðmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag eftir að fjörutíu grömm af hassi fundust í líkama hans. Það fannst eftir að röntgenmynd hafði verið tekin af Norðmanninum, segir í Fréttablaðinu í dag.Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók manninn ásamt Íslendingi. Komu þeir til landsins með áætlunarflugi frá Osló. Lögreglan í Reykjavík fékk málið í hendurnar og leiddi rannsókn í ljós að Íslendingurinn átti ekki hlut að máli. Báðum mönnunum hefur verið sleppt og er málið upplýst.