Meiddist í frímínútum
Nemandi í Heiðarskóla hlaut stóran skurð á hné í gærmorgun er hann var við leik í frímínútum við skólann. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans.