Meiri heildarafli vegna loðnu

Heildarafli í Grindavík eykst nokkuð á milli ári á umræddu tímabili, fer úr 38,386 tonnum í 54,107 tonn. Munar þar mest um loðnuaflann.
Í Sandgerði er heildaraflinn svipaður á milli ára og er 15,664 í ár. Heildaraflinn í Keflavík fer úr rúmum 11,300 tonnum í 27,564 tonn og eins í Grindavík munar þar mest um loðnuna.
Þetta kemur fram í hagtölum frá Hagstofu Íslands.