Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Milljón króna styrkur til Bláa hersins
Miðvikudagur 4. nóvember 2015 kl. 09:48

Milljón króna styrkur til Bláa hersins

Blái herinn fékk í vikunni eina milljón króna í fjárstyrk frá HB Granda. Tómas Knútsson veitti styrknum viðtöku og sagði við það tilefni að hann hefði unnið sem sjálfboðaliði við hreinsun hafsins í um tuttugu ár og væri hvergi nærri hættur. Næsta verkefni væri að semja við sveitarfélög landsins um sérstakan hreinsunardag á rusli og þá sérstaklega plasti vítt og breitt um landið. Fyrir hvert kíló af plasti sem hreinsað væri úr umhverfinu myndi Skógrækt ríkisins leggja fram eina trjáplöntu sem sveitarfélögin gætu plantað. Með þessu væri hægt að sameina hreinsun á rusli og bindingu gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings.