Fréttir

Mokveiða ýsu
Fimmtudagur 28. október 2004 kl. 14:23

Mokveiða ýsu

Mjög góð ýsuveiði hefur verið hjá línubátunum í Sandgerði síðustu daga. Blönduð góð ýsa er að fara á tæpar 100 krónur kílóið á markaði en fyrir blandaða stóra ýsu er að fást 130-140 krónur fyrir kílóið. Sigurður Kristjánsson stöðvarstjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja segir ýsugengdina vera svipaða og síðustu ár en telur að stærri ýsan sé fyrr á ferðinni en áður. Laust fyrir kl. 14 í dag voru fjölmargir bátar við löndun í Sandgerðishöfn og allflestir með mikinn afla af ýsu.

VF-myndir/ Jón Björn