Mánudagur 18. mars 2002 kl. 08:19
Níu útköll hjá Þorbirni það sem af er mars

Það sem af er marsmánuði hefur Björgunarsveitin Þorbjörn fengið 9 útköll. Nú um helgina var sveitin kölluð út fjórum sinnum vegna bíla í vandræðum á Ísólfsskálavegi.Þá var sveitin kölluð til í þrígang í byrjun vikunnar vegna fastra bifreiða vestur á Reykjanesi, en allar losnuðu þær af sjálfsdáðun þannig að aðstoð sveitarinnar var afturkölluð. Auk þess hefur sveitin farið í tvígang í mars til aðstoðar sjómönnum á björgunarbátunum Oddi V. Gíslasyni og Árna í Tungu.
Frá áramótum hefur sveitin fengið 19 útköll og aðstoðarbeiðnir. Af þeim eru 6 á sjó, en 13 á landi.