Laugardagur 19. febrúar 2005 kl. 12:18
Njarðvíkingar fá bikarstyrk

Bikarmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik 2005 fá 200.000 kr. úr íþróttasjóði vegna sigurs í bikarkeppni KKÍ um síðustu helgi. Í fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar er körfuknattleiksliði Njarðvíkur óskað til hamingju með sigurinn og jafnframt tilkynnt um styrkveitinguna.