Sunnudagur 5. september 2004 kl. 10:48
Nóttin nokkuð erilsöm

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni í Keflavík en í gærkvöldi var hápunktur Ljósanætur. Fimm einstaklingar gistu fangageymslur lögreglunnar og voru fimm minniháttar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu. Að sögn Skúla Jónssonar aðalvarðstjóra lögreglunnar í Keflavík var erill lögreglu í meðallagi og að hafa skuli í huga að mikill fjöldi fólks hafi verið samankominn í miðbæ Reykjanesbæjar fram eftir nóttu.
Í samstarfi við útideild og fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar starfrækti lögreglan upplýsingamiðstöð í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt.
Talið er að um 30 þúsund manns hafi verið samankomin í Reykjanesbæ á flugeldasýningunni sem var um tíuleytið.