Ný kláfa-lyfta í Bláfjöllum

Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eru aðilar að þessum samningi ásamt Reykjavíkurborg, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Mosfellsbæ. Síðastliðið sumar tók stjórn skíðasvæðanna, Bláfjallanefnd, ákvörðun um kaup á nýrri stóla/kláfalyftu í Bláfjöllum. Stefnt er að því að lyftan verði tilbúin um miðjan febrúar en þriggja vikna prófunartími framleiðanda tekur þá við áður en heimilt verður að flytja fólk með lyftunni. Mun kostnaðurinn við nýju lyftuna vera um 230 milljónir.
Mikill snjór er nú á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og flykkist fólk þangað til að renna sér á skíðum og brettum. Undanfarin ár hefur ekki verið hægt að iðka íþróttina af kappi hér á suðvesturhorninu sökum snjóleysis. Átta gráðu frost er nú í Bláfjöllum og léttskýjað og opið verður frá kl. 14:00 í dag til kl. 21:00 í kvöld.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um veður og opnunartíma í Bláfjöllum og Skálafelli á www.skidasvaedi.is.