Laugardagur 18. september 2004 kl. 17:57
Nýjar gangstéttar í Sandgerði

Miklar endurbætur hafa staðið yfir í Sandgerði frá því í sumar á gatnakerfinu í bænum. Lagðar hafa verið nýjar gangstéttar og malbik endurnýjað víða í bænum. Á Hlíðargötu í Sandgerði er komin ný gangstétt og er verið að vinna að lagningu gangstétta framan við allar innkeyrslur. Eins og sjá má á myndinni er um verulega fegrun Hlíðargötunnar að ræða með þessum framkvæmdum.