NÝR HAFNARVÖRÐUR
Sigurður Arnar Kristmundsson hefur verið ráðinn hafnarvörður í Grindavík en sjö umsóknir bárust um starfið. Bæjarráð samþykkti tillögu hafnarnefndar að ráða Sigurð en áskilur sér rétt til að endurskoða starfslýsingu hafnarvarðar vegna hugsanlegrar endurskipulagningar starfa við höfnina.