Fréttir

Öðrum bíl stolið
Föstudagur 5. október 2012 kl. 11:49

Öðrum bíl stolið

Tveir bílaþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Fyrri bílnum var stolið í Vogum aðfararnótt miðvikudagsins á tímabilinu frá miðnætti til kl.  8 um morguninn. Um er að ræða Toyotu Corollu með númerið VN934.

Í nótt var svo annarri bifreið stolið úr innkeyrslu við húsnæði í Njarðvík eins og áður hefur verið greint frá. Um er að ræða Toyotu Corollu með númerið KI830. Lítið bensín var á síðarnefndu bifreiðinni og telur eigandinn að sá sem tók hana hafi ekki komist langt.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um þessar tvær bifreiðar að hafa samband í síma 420-1800.