Fréttir

Ófögur sjón
Þriðjudagur 21. febrúar 2006 kl. 13:29

Ófögur sjón

Þrátt fyrir að lögregla hafi gert mikið átak í fíkniefnamálum á Suðurnesjum að undanförnu virðist því miður sem ekkert lát sé á því að áhöld til fíkniefnaneyslu finnist á víðavangi.

Vegfarandi benti Víkurfréttum á þessi hasslón sem voru að finna nálægt skúr Skipaafgreiðslu Suðurnesja á Njarðvíkurbryggju. Þeir óprúttnu aðilar sem þar eru að verki sjá ekki einu sinni sóma sinn í að tína upp óhroðann eftir sig, en þeim er hins vegar bent á að brosa framan í eftirlitsmyndavélarnar sem eru á svæðinu í næstu heimsókn sinni.