Ófögur sjón

Vegfarandi benti Víkurfréttum á þessi hasslón sem voru að finna nálægt skúr Skipaafgreiðslu Suðurnesja á Njarðvíkurbryggju. Þeir óprúttnu aðilar sem þar eru að verki sjá ekki einu sinni sóma sinn í að tína upp óhroðann eftir sig, en þeim er hins vegar bent á að brosa framan í eftirlitsmyndavélarnar sem eru á svæðinu í næstu heimsókn sinni.