Fréttir

Miðvikudagur 11. júlí 2001 kl. 03:40

Ofsaakstur á Reykjanesbraut

Lögreglan í Keflavík stöðvaði tæplega 23 ára mann á bifhjóli eftir að hann mældist aka á 164 kílómetra hraða á klukkustund eftir Reykjanesbraut eftst í Kúagerði rétt fyrir hádegi í gær. Að sögn lögreglu sinnti maðurinn fljótt og vel stöðvunarmerkjum en engum sögum fer af því hvert hann var að flýta sér.