Mánudagur 21. mars 2005 kl. 10:58
Ók ölvaður útaf

Lögregla handtók ökumann, grunaðan um ölvun við akstur í nótt en hann hafði ekið bifreið sinni útaf Grindavíkurvegi er hann ætlaði að beygja inn á bifreiðastæðið sem er við gatnamót Reykjanesbrautar.
Þá gisti einn aðili fangageymslu vegna ölvunar á almannafæri og númer voru tekin af einni bifreið vegna vanrækslu á tryggingarskyldu.