Miðvikudagur 17. janúar 2007 kl. 09:25
Ökumenn sátu fastir

Björgunarsveitir í Reykjanesbæ, Grindavík og Sandgerði þurftu í nótt að hjálpa fjölda ökumanna sem höfðu fest bíla sína í snjósköflum. Færð fór mjög að spillast eftir miðnættið sökum skafrennings.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun undir stýri.