Ökumenn slá enn ekki af
Á dagvakt lögreglunnar var ökumaður bifreiðar kærður fyrir gáleysislegan akstur á Hafnargötu í Keflavík.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma við aksturinn án handfrjáls búnaðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Nesvegi í Höfnum. Hann var mældur á 67 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km.
Á kvöldvaktinni varð eitt umferðaróhapp í Reykjanesbæ og einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn var mældur á 140 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Að auki var ökumaðurinn með útrunnið ökuskírteini.
Þá var annar ökumaður var kærður fyrir hraðakstur. Sá var að aka eftir Grindavíkurvegi og var hann mældur á 117 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Vf-mynd úr safni