Fréttir

Ölvaður ökumaður laug til nafns
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 12:53

Ölvaður ökumaður laug til nafns

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för ökumanns í Keflavík um helgina. Hann mældist á 46 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti ökumanninum eftirför og var akstur hans stöðvaður skömmu síðar.

Þegar hann var færður yfir í lögreglubifreið reyndist vera áfengislykt af honum og var hann handtekinn. Þá reyndi ökumaðurinn einnig að ljúga til um hver hann væri og var hann líka kærður fyrir það.