Ölvun, hraðakstur og innbrot

Þrír fengu gistingu í fangageymslu vegna ölvunar og óláta.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á annan í páskum. Hann var mældur á 132 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá var eitt innbrot tilkynnt til lögreglunnar en áfengisþyrstur þjófur eða þjófar höfðu brotið sér leið gegnum þakglugga inn á vínlager Hótel Keflavíkur og tekið þaðan tvo kassa af bjór.