Omnis hlaut gullvottun
Fyrirtækið Omnis hlaut gullvottun frá Microsoft um innleiðingu á Office 356 fyrir smærri og miðlungsstór fyrirtæki. Omnis eru fyrstir á Íslandi til þess að hljóta gullvottun fyrir nýja sérþekkingu í samstarfsaðilakerfi Microsoft “Microsoft Small and Medium Business Competency”. Auk þess hefur Omnis náð þeim árangri að verða „Cloud Accelerate Partner“ sem er vottun Microsoft fyrir sérþekkingu á Office 365 skýjalausn Microsoft. Þar býðst að fá tölvupóst, samskiptalausn, gagnageymslu, innri vef og Office pakkann á mjög hagkvæmu verði.
„Omnis hefur náð góðum árangri í þjónustu við smærri og miðlungsstór fyrirtæki sem er eins og gefur að skilja stór hluti af viðskiptavinum okkar hér á landi. Skýjalausn Microsoft, Office 365, smellpassar fyrir þennan hóp. Við óskum Omnis til hamingju með frábæran árangur,“ segir Hulda Kristín Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri millistórra & smærri fyrirtækja, Microsoft Íslandi.
Þessi vottun skiptir okkur verulega miklu máli segir Eggert Herbertsson, framkvæmdastjóri Omnis, „ enda er Office 365 frábær valkostur fyrir fyrirtæki þegar leita þarf leiða til að lækka kostnað eða nýta enn frekar möguleika upplýsingatækninnar. Við erum nú sérfræðingar í leiða minni og meðalstór fyrirtæki í gegnum það ferli.“
Gullvottunin þýðir að Omnis og starfsmenn þess hafi staðist ítrustu kröfur Microsoft og séu í hópi þeirra sem mesta þekkingu hafa á lausnum fyrirtækisins. Gullvottunin er alþjóðlegur mælikvarði sem Microsoft notar til að meta samstarfsaðila sína og er tekið tillit til ýmissa þátta á borð við þekkingu starfsmanna og árangur í sölu, þjónustu og þróun á Microsoft-lausnum.