Fréttir

Ótrúlegt magn af rusli
Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 13:56

Ótrúlegt magn af rusli



Iðkendur í sunddeild UMFG ásamt foreldrum þeirra tók heldur betur til hendinni síðasta föstudag og hreinsaðu rusl meðfram Grindavíkurvegi og Norðurljósavegi. Óhætt er að segja að ótrúlega mikið rusl hafi verið á þessum slóðum þar sem umbúðir af skyndibita, drykkjarílát, sígarettupakkar og ýmislegt annað var áberandi.

Jafnframt fannst töluvert af smokkaumbúðum, nokkrar sprautur (þar af ein með nál), flökunarhnífur, hjólkoppar, ábreiðslur og margt fleira. Þegar öllu var safnað saman var magnið á við eitt vörubílshlass.