Miðvikudagur 30. nóvember 2005 kl. 16:53
Patrol enn ófundinn

Nissan Patrol bifreiðinni YU-646 var stolið frá Lyngmóa í Njarðvík þann 3. nóvember síðastliðinn og hefur ekki fundist þrátt fyrir aðstoð fjölmiðla og víðtæka eftirgrennslan lögreglu. Bifreiðin er auðþekkjanleg sökum stærðar, en hún er upphækkuð, rauð að lit og á 38 tommu hjólbörðum með spil í framhöggvara.
Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um bifreiðina eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna vita í síma 112 eða 420 2400.