Pólverjar í löngu jólafríi – starfsemi lítil á meðan

Þeir verktakar sem VF hefur rætt við segja Pólverjana yfirleitt leggja talsverða áherslu á að semja um lengra frí á þessum tíma til að þeir geti dvalið í heimalandinu hjá fjölskyldum sínum yfir hátíðarnar. Þeir líti margir hverjir á þetta sem orlof fremur en þau hefðbundnu leyfi sem tíðkast á sumartímanum. Einnig er það nokkuð algengt að menn eigi orðið frítökurétt vegna yfirvinnu og þeir nýti hann á þessum tíma. Það er því heldur rólegra nú um stundir í byggingargeiranum.