Pústrar og ólæti í heimahúsi

Lögreglumenn voru kvaddir á vettvang utan við N1 barinn á aðfaranótt sunnudags. Sömu nótt var lögreglan beðin um að koma í heimahús í Keflavík. Þar var mikill gleðskapur sem hafði farið úr böndunum. Gestir voru mjög ölvaðir og eitthvað hafði verið um pústra áður en lögreglan mætti á staðinn.