Þriðjudagur 27. ágúst 2002 kl. 13:08
Rauðu örvarnar farnar frá Keflavík

Listflugssveitin Rauðu örvarnar fór frá Keflavík núna klukkan eitt. Vélarnar fóru í loftið tvær og tvær saman og tóku strax stefnuna í vestur en vélarnar eru á leiðinni á flugsýningu í Bandaríkjunum. Ekki var tekið sérstakt kveðjuflug yfir Keflavík, enda nauðsynlegt að spara eldsneyti fyrir langt flug vestur um haf.Meðfylgjandi mynd var tekin þegar vélarnar komu til Keflavíkur í gær en þá héldu Rauðu örvarnar glæsilega flugsýningu í Keflavík, sem var veisla fyrir augað í samanburði við það sem Reykvíkingar fengu að sjá í gær.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson