Reif skráningarnúmer af bíl
Tilkynnt var um að ungur piltur í Njarðvík væri að gera sér leik að því að slíta skráningarnúmer af bifreið í gær. Pilturinn var horfinn þegar lögregla kom á svæðið, en vitni gáti gefið nokkuð greinargóða lýsingu á piltinum. Skráningarspjaldinu var komið til eiganda bifreiðarinnar.
Þá fékk lögregla ábendingu um innbrot í fyrirtæki við Iðavelli í gærmorgun. Þar hafði einhver farið inn um glugga og rótað til, en ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið. Ekki er vitað hverjir voru þar að verki.