Reksturinn að nálgast jafnvægi eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2005

Eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2005 er rekstrarhalli nú tæpar 11 m.kr. eða 2% umfram fjárlög. Vissulega er þetta góður árangur en betur má ef duga skal. Árangur sem þessi hefur náðst með mikilli vinnu margra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að starfsemin er enn að eflast og aukast. Má nefna að aukning á komum á heilsugæsluna er um 15% á þessu tímabili og smávægileg aukning er líka á starfsemi sjúkrahússins þrátt fyrir gífurlega aukningu á starfsemi sjúkrahússins milli áranna 2003 og 2004. Er skemmst að minnast þess að fjöldi sjúklinga af Suðurnesjum sem liggur á Landspítala háskólasjúkrahúsi að meðaltali á dag hefur fækkað um 61 % á milli áranna 2002 og 2004. Lyfjakostnaður hefur minnkað um 10 % á þessu tímabili eða um 1 m.kr.
Sífellt er unnið að því að hagræða í rekstri og gera betur.