Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur opin
Búið er að opna Reykjanesbraut og Grindavíkurveg að nýju eftir aðs þessum vegum var lokað vegna veðurs eftir hádegið. Vindurinn er kominn niður í 16 m/s af suðaustri.
Þegar vegunum var lokað var suðaustan 31 m/s og erfið skilyrði til aksturs vegna vinds.