Rifið þremur áratugum eftir bruna
Hluti af gömlu fiskvinnsluhúsi við Hafnargötu í Keflavík hefur verið rifinn. Húsið sem gengur undir nafninu HF varð eldi að bráð fyrir rúmum 30 árum en í þeim hlutum sem sluppu við brunann á sínum tíma hefur síðustu ár verið rekið bæði menningar- og félagsstarf ýmiskonar.
Eftir að þakjárn fauk af húsinu skömmu fyrir jól var ákveðið að jafna rústirnar við jörðu og eru meðfylgjandi myndir frá þeirri framkvæmd.