Rigning eða súld með köflum í dag

Austan 10-15 m/s sunnanlands, en annars hægari. Suðaustan 3-8 í kvöld. Rigning eða súld með köflum sunnan- og austanlands, stöku skúrir vestantil seinnipartinn, en annars skýjað með köflum. Suðaustan 3-8 á morgun, súld á Austur- of suðausturlandi, skúrir af og til vestantil, en skýjað með köflum og úrkomulítið um norðanvert landið. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast norðanlands.