Fréttir

Rigning og él framundan
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 08:45

Rigning og él framundan

Klukkan 6 var vestan- og suðvestanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað var vestan- og norðantil, en léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti var frá 4 stigum á Garðskagavita niður í 8 stiga frost á hálendinu.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Snýst í vaxandi suðaustanátt með slyddu nálægt hádegi, víða 13-18 m/s og rigning síðdegis. Heldur hægari suðlæg átt í kvöld. SV 10-15 og skúrir eða él á morgun. Hiti 4 til 7 stig undir kvöld en kólnar aftur í nótt.