Rigning og hvassviðri í dag

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en austan 13-18 og talsverð rigning um hádegi. Suðaustan 10-15 og skúrir undir kvöld, en suðvestlægari á morgun. Hiti 3 til 7 stig.
Yfirlit
Við Jan Mayen er 969 mb lægð, sem hreyfist norður, en langt suðvestur í hafi er 975 mb lægð, sem einnig hreyfist norður á bóginn.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu, talsverð sunnanlands og jafnvel mikil á Suðausturlandi í dag. Dregur úr vindi og rigningu í kvöld. Suðvestan 8-15 m/s og skúrir á morgun, en bjart austanlands. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig að deginum.