Fréttir

Rigning síðdegis
Sunnudagur 17. ágúst 2008 kl. 11:07

Rigning síðdegis

 

Veðurspá gerir ráðu fyrir að hvassast verði með suðurströndinni og vestanlands. Bjartviðri norðaustanlands, en annars skýjað og dálítil rigning eða súld vestantil síðdegis. Lægir víða í kvöld. Hægur vindur á landinu á morgun og dálítil væta austantil og einnig vestanlands fram eftir degi, en annars þurrt að kalla. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

 

Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hægari með kvöldinu. Hæg vestanátt og úrkomulítið þegar líður á morgundaginn. Hiti 11 til 16 stig.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

 

Á þriðjudag:

Breytileg átt og væta í flestum landshlutum, einkum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.

 

Á miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt og dálítil væta austantil. Annars víða bjartviðri, en hætt við síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.

 

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Milt veður.

 

Á föstudag:

Suðaustlæg átt og rigning sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Áfram milt í veðri.

 

Á laugardag:

Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætu sunnan- og vestantil en þurrara norðaustantil.

 

Af vedur.is