Rignir í kvöld
Veðurspá fyrir Faxaflóa
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast með ströndinni. Þykknar upp. Rigning eða súld í kvöld og nótt. Hæg suðlæg átt á morgun og smávæta með köflum. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Sunnan 3-8 m/s, en heldur hvassari vestantil síðdegis. Bjart veður austantil á landinu, en hætt við þoku á annesjum fyrir norðan. Annars skýjað með köflum, en dálítil súld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðlæg átt og hlýtt í veðri. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt og bjart norðaustantil.
Af www.vedur.is