Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:58
RISASKIP Í VANDA

Betur fór en á horfðist þegar pólskt flutningaskip, Kopalnea Borynia, kom þversum inní Keflavíkurhöfn í gærdag. Skipið, sem er 140 metrar að lengd, var að koma með salt fyrir hafnarbakkann þegar slysið átti sér stað. Þegar það kom inn í höfnina seig það á flotbryggjuna og rakst einnig utan í vesturbryggjuna. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri, sagði að ekki væri búið að meta skemmdir á bryggjunni sem urðu verulegar, en skipið skemmdist ekki.