Sunnudagur 19. janúar 2003 kl. 08:26
Róleg helgi hjá lögreglu

Helgin hefur verið róleg hjá Lögreglunni í Keflavík. Á föstudagsnóttina bar ekkert til tíðinda og svo virðist sem Suðurnesjamenn hafi haft það rólegt heima hjá sér og frekar viljað vera heima en úti í kuldanum. Síðastliðin nótt var einnig róleg en þó var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.