Sunnudagur 1. ágúst 2004 kl. 11:39
Róleg nótt hjá löggunni

Í gærkvöld kærði lögreglan í Keflavík þrjá ökumenn fyrir hraðakstur. Einn á Reykjanesbraut, annar á Grindavíkurvegi og sá þriðji á Sandgerðisvegi. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að nota ekki bílbelti við aksturinn.
Næturvaktin var róleg hjá lögreglunni og bar ekkert til tíðinda.